Nú árið er liðið í aldanna skaut og árið 2024 að baki. Árið hefur að mörgu leyti verið viðburðaríkt hjá okkur í Stefnu með innleiðingu nýrra lausna, fjölda áhugaverðra verkefna, fjölgun starfsfólks og auknum umsvifum.
Stór breyting varð hjá okkur á árinu þegar við fórum að bjóða tvö ný vefkerfi, til að veita viðskiptavinum okkar enn öflugri verkfæri í vefumsjón. Árum saman höfum við sett upp vefi í okkar eigin vefumsjónarkerfi, Moya. Nú höfum við innleitt tvær aðrar lausnir, Stefnu Flex og Craft CMS, og getum því boðið enn betri lausn eftir því hvað hentar hverju verkefni.
Stefna Flex er frábær lausn fyrir einfaldari og markaðsvæna vefi, þar sem notendur hafa mikið vald til að stjórna efni og útliti vefsíðu sinnar. Gervigreind býður upp á skemmtilegar lausnir í Stefna Flex þar sem hægt er að nota hana til að útbúa útlit á efnissíður sem og til að leitarvélabesta vefi og fleira. Viðskiptavinir Stefnu hafa tekið þessari nýjung vel en búið er að setja upp hátt í 100 vefi í Stefna Flex á árinu.
Craft CMS er síðan gríðarlega öflugt vefumsjónarkerfi og opinn hugtbúnaður (open source) sem hentar stærri verkefnum vel, þar sem hægt þarf að forrita flóknari virkni og tengingar. Umhverfið er í senn þægilegt og sveigjanlegt, styður við headless CMS tækni og hentar vel stærri fyrirtækjum, sveitarfélögum og sérlausnum og er einmitt verið að vinna í nokkrum slíkum verkefnum.
Þjónusta hefur ávallt verið á oddinum í starfsemi okkar en eins og viðskiptavinir okkar þekkja er þjónustuborð okkar opið alla virka daga - og það mun ekki breytast þegar við fjölgum lausnum sem eru í boði.
Á liðnu ári tók þjónustuborð okkar á móti á þriðja þúsund erindum frá viðskiptavinum okkar. Á árinu tókum við upp ánægjumælingu sem fylgir hverri úrlausn þjónustubeiðnar. Jákvæð viðbrögð hafa verið okkur dýrmæt og eru hvatning til að halda áfram að setja þjónustuna í forgang.
Stafræn vegferð viðskiptavina okkar heldur áfram og hefur verið fyrirferðamikil í starfsemi okkar á árinu.
Það er vinna fyrir Stafrænt Ísland, VIRK, Heklu, Iceland Hotel Collection by Berjaya, Orkuveitu Reykjavíkur, Matvælaráðuneytið og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins svo eitthvað sé nefnt.
Stefna ásamt Stafrænu Íslandi hefur komið að efnishönnun og innleiðingu fjölda stofnana á Ísland.is en meðal helstu verkefna á þeim vettvangi á árinu eru:
LifeTrack appið og tengt kerfi voru þróuð og forrituð í samstarfi við frumkvöðlana Inga Torfa Sverrisson og Lindu Rakel Jónsdóttur. Appið hjálpar fólki að skrá matarupplýsingar sínar auk þess sem þar er að finna mikið magn af uppskriftum, æfingaprógrömm, hugleiðslu og margt fleira sem er til þess fallið að stuðla að bættri heilsu og vellíðan.
Unnið hefur verið að stafrænni þróun Umhverfisstofnunar en sú vinna hefur falist í gerð gagnagrunna og upplýsingakerfa sem snúa að úrgangsskráningu, vöktun stranda, fráveitu og umsýslu hreindýraveiða.
Áfram hefur verið unnið að þróun netökuskóla Ekils en nýverið var forrituð lausn sem gerir netökuskólanum kleift að bjóða upp á bóklegt nám til meiraprófs á netinu.
Fjölmörg verkefni voru unnin fyrir Drift EA, nýtt nýsköpunarfélag á Akureyri, en Stefna kom að margvíslegri ráðgjöf sem snéri að upplýsingatækni auk þess sem ný heimasíða og sjálfsafgreiðslulausnir voru forritaðar fyrir Drift.
Sveitarfélög hafa undanfarin ár verið stór viðskiptavinahópur en um ⅔ sveitarfélaga á Íslandi eru í viðskiptum við Stefnu og þekkjum við því þarfir þeirra vel.
Sveitarfélögin hafa tekið nýjum lausnum Stefnu opnum örmum og eru fyrstu verkefnin komin vel af stað, annars vegar nýir vefir sveitarfélaga í Craft CMS og jafnframt nokkrir sérvefir og skólavefir sem settir eru upp með Stefna Flex.
Gervigreind hefur þróast hratt undanfarna mánuði og opnað marga spennandi möguleika, bæði í sérstökum lausnum sem og til aðstoðar í mörgum hugbúnaðarlausnum sem við erum að nýta til að þjónusta viðskiptavini okkar.
Við fylgjumst áfram vel með til að nýta nýja tækni í okkar þjónustuframboði eins og við erum meðal annars farin að gera í nýjum vefumsjónarkerfum.
Kvasir lausnir, fyrirtæki sem Stefna rekur ásamt Raferninum um bílastæðalausnir, hefur aukið umsvif mikið á árinu. Þróun lausna heldur áfram, félagið réð á árinu sinn fyrsti starfsmann og bílastæðum í rekstri hefur fjölgað.
Seljalandsfoss, einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, nýtir nú bílastæðalausn Kvasis fyrir gjaldtöku. Nokkur ný bílastæði og bílastæðahús hafa undanfarið verið í aðlögun og eru á leiðinni í uppsetningu á fyrstu mánuðum nýs árs.
Nú er árið 2025 hafið og við hjá Stefnu horfum með eftirvæntingu til nýs árs enda fjölmörg krefjandi verkefni í vinnslu og ný tækifæri á nýju ári sem við hlökkum til að takast á við með viðskiptavinum okkar. Kæru viðskiptavinir, starfsfólk og þið öll, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Þjónustuborð Stefnu
Opið alla virka daga frá 9-16
Símaþjónusta í 464 8700 er opin til hádegis.
Stefna Akureyri
Glerárgata 34, 1. hæð
600 Akureyri
Stefna Kópavogur
Urðarhvarf 8B, 3. hæð
203 Kópavogur
Stefna Uppsala
Olafsgatan 11a
753 21 Uppsala, Sweden