Athyglisvert frá Stefnu

Eftir Róbert Freyr Jónsson 03 Jun, 2024
Fjarvinna og ferðalög Ég hef dundað mér í að flýja Íslenska veðráttu og heimsækja önnur lönd, ekki endilega til að skoða sérstaklega allt sem er í boði allstaðar eða taka þetta ferðalag sem eitthvað frí, heldur hef ég stefnt á að geta haldið áfram að vinna og vera í hlýlegra umhverfi um helgar og eftir vinnu á daginn. Þá þarf að huga að ýmsu.
Eftir Halla Hrund 29 May, 2024
Efnishönnun hefur verið vaxandi í umræðunni undanfarin ár og fjöldi slíkra hönnuða hefur aukist. En hvað er efnishönnun og hvaðan kemur hún? Er þörf fyrir enn einn starfstitilinn?
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 29 May, 2024
Mörg vefumsjónarkerfi standa til boða í heiminum, en af öllum kerfum hefur WordPress notið langmestra vinsælda. Í þessum pistli reifum við helstu kosti og galla kerfisins og hvaða aðrar leiðir eru færar til að koma upp vef á hagkvæman, öruggan og faglegan hátt.
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 22 May, 2024
Við erum nú að bjóða glænýtt kerfi sem býður upp á nýja möguleika. Þannig gerum við meira, hraðar og aukum hagkvæmni fyrir viðskiptavini. Með hefðbundnum aðferðum er uppsetning vefs tímafrekt ferli. Það hefst með hönnun, þá forritun og loks efnisvinnslunni sjálfri þar sem allt smellur saman. Með sveigjanlegu útliti má setja má upp ólíkar síður eftir umfjöllunarefninu. Hverri síðu er raðað saman með kubbum og þannig er vefurinn þróaður áfram. Með nýjum valkosti fyrir nýja vefi er þetta allt orðið að einu og sama ferlinu; vefurinn verður til beint á nýju svæði.
Eftir Róbert Freyr Jónsson 12 Apr, 2024
Hjá Stefnu starfar hópur fólks sem hefur alið manninn í Danmörku í lengri eða skemmri tíma. Af því tilefni hlóðum við í danskan dag.
Eftir Guðbjörg Guðmundsdóttir 22 Mar, 2024
Það er spennandi að skapa eitthvað nýtt. Þegar gera á vef, efni fyrir vef, smáforrit og tæknilausnir virðist að óteljandi atriðum að huga. Hvernig byrjum við?
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 04 Mar, 2024
Við eigum í langtímasambandi með fjölmörgum viðskiptavinum okkar.
Eftir Snorri Kristjánsson 18 Jan, 2024
Google Tag Manager er frí viðbót frá Google sem leyfir vefstjóra með viðeigandi réttindi að bæta við kóða sem tengist öðrum tólum Google eða frá þriðja aðila.
Eftir Björn Gíslason 02 Jan, 2024
Áramót eru jafnan góður tími til að fara yfir liðið ár og horfa til markmiða komandi árs. Árið 2023 var Stefnu farsælt ár. Rekstur félagsins gekk vel og starfsfólki hélt áfram að fjölga á árinu með vaxandi verkefnastöðu. Nú í árslok störfuðu hjá félaginu 43 starfsmenn í 41stöðugildi og höfum við vaxið jafnt og þétt úr 16 stöðugildum fyrir 10 árum. Árið var einnig 20 ára afmælisár félagsins og var því fagnað með afmælisboðum bæði norðan og sunnan heiða með viðskiptavinum og starfsfólki - sem og með skemmtilegri árshátíðarferð starfsmanna til Prag á haustdögum. Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái 20 ára aldri - enda líftími fyrirtækja sífellt að styttast. Það er því ánægjulegt að fagna þessum tímamótum þegar Stefna er að ná fullorðinsaldri - og það við góða heilsu. Að sama skapi er gaman að segja frá því að fyrsti starfsmaður félagsins, Róbert Freyr Jónsson, sölustjórinn okkar, starfar enn hjá félaginu. Eins og á fyrri árum hefur Stefna haldið áfram að þróast á árinu sem hugbúnaðar- og sérfræðifyrirtæki, en líkt og áður hefur ráðgjöf og sértæk hugbúnaðarþróun sífellt skipað sér stærri sess í starfsemi okkar. Þessi þróun sést vel í mörgum þeirra verkefna sem við tókumst á við á árinu.
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 23 Nov, 2023
Á starfsdegi Stefnu í vor skoðuðum við fjölmargt skemmtilegt. Fróðleiksfýsn var svalað í grúski og hakki (af betri gerðinni) í fjölbreyttum efnisflokkum. Meðal þess sem við grúskuðum í var gervigreind og möguleg nýting hennar í okkar störfum. Út úr því komu alls konar pælingar og til gamans deilum við hér broti af því besta.
Eftir Halla Hrund Skúladóttir 22 Nov, 2023
Fólk les ekki texta staf fyrir staf, það skannar orð. Með innsýn inn í hegðun fólks við lestur á vef getum við hjálpað þeim að finna upplýsingar hratt og vel.
Eftir Pétur Rúnar Guðnason 16 Nov, 2023
Það getur verið snúið að finna mynd sem passar í banner, fyrst og fremst vegna þess að hlutföllin eru oftar en ekki sérkennileg og þar að auki klippist myndin til eftir skjástærðum. Þegar valin er mynd til að hafa í banner þarf að huga að nokkrum mikilvægum atriðum, hér eru þau helstu: Upplausn myndarinnar í dílum (pixlum) sé nægjanleg. Jaðrar myndarinnar þurfa að þola klippingu , þ.e.a.s. að það skerist af hliðunum eftir skjástærðum. Ef texti fer ofan á myndina þarf hún að taka tillit til þess. Ef texti er á myndinni þarf að huga vel að staðsetningu og stærð.
Sjá fleiri
Share by: