Merki Stefnu. Rauður loftbelgur.
25. febrúar 2025
Ingunn Fjóla
Er öllum boðið?

Deila

Er öllum boðið?
Er öllum boðið?

Hvað þýðir aðgengi fyrir öll þegar kemur að upplýsingagjöf á vef?

Í stafrænni vegferð reiðum við okkur í auknum mæli á tækni og stafvæðingu ferla til að veita öfluga og skilvirka þjónustu. Stafvæðing er í raun breyting á aðgengi fólks að þjónustu og vörum:

  • Stafrænir ferlar í staðinn fyrir pappír.
  • Minni biðtími eftir svörum.
  • Internetið er alltaf opið en skrifstofur og verslanir eru með opnunartíma.

Það má líkja þessu við samgöngukerfi, sem þarf að tryggja að fólk komist leiðar sinnar og geti sótt vörur og þjónustu.

Býrðu utan alfaraleiðar?

Þetta þýðir bætt aðgengi fyrir flesta. En stafræn vegferð er ekki eins fyrir alla. 

Það er hætta á að einhverjir, sem búa ekki í alfaraleið, lendi utan vegakerfisins. Að þeim sé ekki boðið með.


Tæknilegt og mannlegt aðgengi

Aðgengi snýst ekki aðeins um tæknilegar útfærslur heldur einnig um skýra og skiljanlega upplýsingagjöf. 

Tæknilegar útfærslur eru á ábyrgð hönnuða, forritara og tæknifólks að tryggja, en gott fyrir alla að vera meðvituð um.

Tæknilegar útfærslur eru á ábyrgð hönnuða, forritara og tæknifólks að tryggja.

Gott er fyrir alla að vera meðvituð um tæknilegt aðgengi, sem felur meðal annars í sér:

  • góð litaskil
  • að forðast flókna og óþarfa virkni
  • lyklaborðaaðgengi, sem leyfir fólki að stjórna tölvu án þess að nota mús
  • skjálesaraaðgengi, svo hægt sé að nota tölvur með því að lesa upp texta á skjá

Mannlega hliðin er mikilvæg og er sú hlið af aðgengi sem við höfum öll aðkomu að.

Mannlegt aðgengi snýst meðal annars um:

  • skýran og hnitmiðaðan texta
  • lýsandi titla og fyrirsagnir
  • skrifa fyrir fólk

Aðgengi snertir fleiri en margir halda. 

Sumir nota skjálesara eða lyklaborð til að vafra, aðrir eru óvanir tækni- og netnotkun og enn aðrir eru viðkvæmir fyrir skynáreiti. 

En mun fleiri njóta góðs af góðu aðgengi:

Fólk sem er undir álagi, í tímaþröng eða einfaldlega hefur ekki orku til að leita, lesa og skilja langa eða flókna texta. 

Persónuróf Microsoft Inclusion Guide útskýrir hvernig skerðingar geta verið varanlegar, tímabundnar eða vegna aðstæðna.

Allir hafa aðgengisþarfir

Sumar aðgengisþarfir eru svo sjálfsagðar og samfélagslega samþykktar að við hugsum ekki um þær sem eiginlegar þarfir. 

Hér eru nokkur dæmi:

Það er venja að hafa kveikt ljós og borð og stóla í fundarherbergjum. 

En blindur maður þarf ekki kveikt ljós. Hjólastólanotandi tekur sinn eigin stól með. 

Það væri hægt að spara pening með því að slökkva ljósið og hætta að kaupa stóla. En það myndum við sennilega seint gera.

Ef við hugsum um aðgengi frekar sem þarfir fólks kemur í ljós að þær eru oft frekar svipaðar. 

Hjólastólanotandi og barnavagn hafa sömu aðgengisþarfir - bæði þurfa ramp eða lyftu til að komast milli hæða.

Skiljanlegt er aðgengilegt

Lykilatriði í upplýsingagjöf er að tryggja skilning. Það er aragrúi af upplýsingum á netinu, en ef við skiljum þær ekki eru upplýsingarnar ónothæfar. 

Góð upplýsingagjöf snýst um að miðla upplýsingum þannig að þær séu bæði nothæfar og gagnlegar, að fólk skilji þær og treysti þeim þess vegna.

Lykilatriði í góðri upplýsingagjöf

Upplýsingar eru til staðar

Við þurfum að vita hvaða upplýsingar fólk raunverulega þarf, en ekki hvaða upplýsingar starfsfólk metur eða heldur að fólk þurfi.

Upplýsingar eru þar sem fólk á von á að finna þær

Við þurfum að staðsetja upplýsingar á réttum vettvangi eins og vef, SMS-áminningu eða hnipp í smáforriti. Við þurfum líka að tryggja að þessar upplýsingar berist fólki á réttum tíma.

Upplýsingar eru á máli sem fólk skilur: 

Þetta er atriði sem við erum öll sammála um en getur verið flókið að gera. 

Framför, ekki fullkomnun

Aðgengi er fyrir okkur öll. 

Þegar við gerum upplýsingar aðgengilegar jöfnum við tækifæri fólks að ýmiskonar þjónustu. 

Við þurfum ekki að vera sérfræðingar í aðgengi til að láta aðgengi okkur varða.

Hér eru nokkur atriði sem þú getur gert strax í dag:

  • stækkað letur í tölvupósti
  • notað einföld og algeng orð
  • skrifað út skammstafanir
  • notað lýsandi fyrirsagnir
  • bætt við línubili milli málsgreina
Eftir Kristján Ævarsson 10. janúar 2025
Síðustu mánuði hefur Stefna þróað og smíðað Rental Relay, kerfi sem bætir utanumhald og skilvirkni í gjaldtöku bílastæðagjalda vegna bílaleigubíla.
Eftir Björn Gíslason 2. janúar 2025
Nú árið er liðið í aldanna skaut og árið 2024 að baki. Árið hefur að mörgu leyti verið viðburðaríkt hjá okkur í Stefnu með innleiðingu nýrra lausna, fjölda áhugaverðra verkefna, fjölgun starfsfólks og auknum umsvifum.
Eftir Ingunn Fjóla 9. desember 2024
Hvað getur greint á milli tæknilausna og hugmynda sem ná flugi og þeirra sem brotlenda? Til að nýsköpun heppnist vel verði að halda áherslunni kyrfilega á notandann og þarfir hans.
Share by: