Merki Stefnu. Rauður loftbelgur.
12. apríl 2024
Róbert Freyr Jónsson
Danskur dagur Stefnu

Deila

Danskur dagur Stefnu
Danskur dagur Stefnu

Hjá Stefnu starfar hópur fólks sem hefur alið manninn í Danmörku í lengri eða skemmri tíma. Af því tilefni hlóðum við í danskan dag.

Á tveggja mánaða krýningarafmæli Friðriks tíunda (Frederik X) þann 14. mars 2024 var boðið upp á danskar veigar í húsakynnum okkar á Akureyri og í Kópavogi.


Eins og sjá má á myndunum voru það Faxe Kondi þrúgusykursdrykkurinn, Cocio súkkulaðimjólkin og smørrebrød af ýmsu tagi sem glöddu okkur og færðu Danmörku aðeins nær um nokkra stund.


Af fólkinu okkar sem hefur stundað nám og búið í Danmörku eru

  • Pálmar sem er MediaGrafiker frá Tech College Aalborg,
  • Halla Hrund með MS í Digital Design & Communication frá IT University of Copenhagen,
  • Jón Egill sem bjó í Danmörku í sex ár og nam í Lyngby Uddannelsescenter,
  • Björn sem er MBA frá Copenhagen Business School,
  • Snorri sem er með M.Sc. í Brand & Communication Management frá Copenhagen Business School og bjó í Danmörku í sex ár,
  • Júlía sem bjó í Kaupmannahöfn í 4 ár og lærði Multimedia Design og B.A. í Design & Business frá Københavns Erhversakademi og
  • Ingunn sem er uppalin í Danmörku og talar ekki aðeins dönsku heldur einni suður-jósku.


Tvær gular örvar á skilti. Örin til hægri er merkt „Einfalt“ og örin til vinstri merkt „Flókið“.
Eftir Ingunn Fjóla 25. febrúar 2025
Í stafrænni vegferð reiðum við okkur í auknum mæli á tækni og stafvæðingu ferla til að veita öfluga og skilvirka þjónustu. Stafvæðing er í raun breyting á aðgengi fólks að þjónustu og vörum:
Eftir Kristján Ævarsson 10. janúar 2025
Síðustu mánuði hefur Stefna þróað og smíðað Rental Relay, kerfi sem bætir utanumhald og skilvirkni í gjaldtöku bílastæðagjalda vegna bílaleigubíla.
Eftir Björn Gíslason 2. janúar 2025
Nú árið er liðið í aldanna skaut og árið 2024 að baki. Árið hefur að mörgu leyti verið viðburðaríkt hjá okkur í Stefnu með innleiðingu nýrra lausna, fjölda áhugaverðra verkefna, fjölgun starfsfólks og auknum umsvifum.
Share by: