Merki Stefnu. Rauður loftbelgur.
22. október 2024
Pétur Rúnar Guðnason
Auðveldari leið til að breyta ferðavenjum

Deila

Auðveldari leið til að breyta ferðavenjum
Auðveldari leið til að breyta ferðavenjum

Verkefnið Korter, þróað af Vistorku, Orkusetri, Geimstofunni og Stefnu, er bæði app og vefsíða sem gefur notendum yfirsýn yfir það svæði sem þeir komast á gangandi eða á hjóli innan fimmtán mínútna.

Hugmyndin er einföld: hvetja fólk til að hugleiða hvort það þurfi alltaf að setjast upp í bílinn fyrir styttri ferðalög.

Viðbrögðin hafa verið góð, og nú er Korter komið áfram í næsta stig í Nordic Energy Awards, þar sem markmiðið er að fá viðurkenningu fyrir nýsköpun.

„Við vorum að leita að nýjum leiðum til að fá fólk til að átta sig á því hversu auðvelt það er að ganga eða hjóla, og hvernig bíllinn er oft óþarflega yfirdrifinn í mörgum ferðum,” segir Guðmundur hjá Vistorku.

Samstarf um þróun hugmyndarinnar

Með aðstoð Stefnu og Geimstofunnar var hugmyndin þróuð áfram í farsælu samstarfi þar sem sérfræðiþekking hvers aðila spilaði stórt hlutverk. Lausnin var þróuð í áföngum, án mikillar tímapressu, og vakti útkoman góða lukku.

Guðmundur hrósar sérstaklega Stefnu fyrir framgang verkefnisins: „Robbi hélt rosalega vel utan um okkur, gott aðgengi og gott traust á milli. Fyrir okkur er frábært að hafa tengilið sem sér um málin.”


Ert þú með hugmynd að appi?

Korter er dæmi um app sem er einfalt í uppsetningu. Við smíðum stór sem smá öpp og getum hannað, forritað og sett upp allar tengingar sem þarf við önnur kerfi.

Heyrðu í okkur
Tvær gular örvar á skilti. Örin til hægri er merkt „Einfalt“ og örin til vinstri merkt „Flókið“.
Eftir Ingunn Fjóla 25. febrúar 2025
Í stafrænni vegferð reiðum við okkur í auknum mæli á tækni og stafvæðingu ferla til að veita öfluga og skilvirka þjónustu. Stafvæðing er í raun breyting á aðgengi fólks að þjónustu og vörum:
Eftir Kristján Ævarsson 10. janúar 2025
Síðustu mánuði hefur Stefna þróað og smíðað Rental Relay, kerfi sem bætir utanumhald og skilvirkni í gjaldtöku bílastæðagjalda vegna bílaleigubíla.
Eftir Björn Gíslason 2. janúar 2025
Nú árið er liðið í aldanna skaut og árið 2024 að baki. Árið hefur að mörgu leyti verið viðburðaríkt hjá okkur í Stefnu með innleiðingu nýrra lausna, fjölda áhugaverðra verkefna, fjölgun starfsfólks og auknum umsvifum.
Share by: